Skip to content

HVAÐ Á AÐ GERA Í DALVÍK

Við á Hótel Dalvík erum svo heppin að eiga marga góða nágranna sem veita framúrskarandi þjónustu hér í kringum Dalvík.
Við getum líka aðstoðað við að ráða leiðsögumenn ef þú vilt fara á fjallahjól, í fjallgöngu eða bara fara í skoðunarferð um nágrennið.
Fuglaskoðunin er líka mjög vinsæl hér í nágrenni Dalvíkur og aðeins örfáar mínútur frá hótelinu er frægt fuglafriðland.

Hestaferð

Leiðin liggur um fallega náttúru Svarfaðardals. Þessi hestaferð tekur þig með í ferð meðfram árbökkunum í dalnum þar sem mikið fuglalíf er á sumrin.

Gönguferðir

Fjöllin í kringum Dalvík eru fullkomin til gönguferða og í nágrenni Dalvíkur eru margar gönguleiðir. Hægt er að fá göngukort af Dalvíkursvæðinu í gestamóttökunni og einnig getum við boðið upp á leiðsögn um fjöllin með dags fyrirvara.

Sundlaug

Sundlaugin á Dalvík er staðsett rétt við hótelið og er opin allt árið, jarðhitavatnið sem notað er í laugina sér til þess að hitinn haldist jafn og stöðugur. Útsýnið frá sundlauginni gerir hana að einum vinsælasta staðnum til að fara í sund og hitta heimamenn í heita pottinum.

Hvalaskoðun

Hvalaskoðun frá Dalvíkursvæðinu er auðvitað einstök, Í ferðum fyrirtækjanna sem stunda hvalaskoðunarferðir frá Dalvík sjást hvalir í 99% tilfella. Þeir hvalir sem líklegastir eru til að sýna sig eru hnúfubakar, hrefnur, háhyrningar og höfrungar. Ferðirnar fara frá Dalvík og Hauganesi allt árið um kring. Í sumum ferðanna er rennt fyrir fisk með sjóstöng.

Það er hægt að bóka í ferðirnar á Hótelinu.

Golf

Golfvöllurinn Arnarholtsvöllur er 9 holu par 72 golfvöllur í hjarta Svarfaðardals. Golfvöllurinn er eitt vinsælasta útivistarsvæðið á Dalvík. Golfvöllurinn er byggður á landi sem er vettvangur einna af frægustu þjóðsögu íslendinga.

Skíðasvæðið

Skíðasvæðið á Dalvík er staðsett rétt fyrir ofan bæinn en það er aðeins í 10 mínútna göngufjarlægð. Þar eru tvær skíðalyftur og hægt að leigja skíðabúnaði svo þú þarft ekki að hafa neitt með þér nema gott skap og hlý föt.

Fjallahjólreiðar

Fjöllin á tröllaskaganum eru mjög vinsæl meðal fjallahjólamanna. Brekkurnar og hæðirnar umhverfis Dalvík eru ótrúlega fjölbreyttar. Fjölbreytni leiða og slóða um Dalvík er nánast endalaus, fullkomin bæði fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Hótelið getur hjálpað til við að útvega leiðsögumenn ef þess er óskað.

Grímsey

Ferjan til Grímseyjar fer frá Dalvík 6 daga vikunnar á sumrin og 3 sinnum í viku yfir vetrartímann. Heimskautsbaugurinn fer í gegnum eyjuna svo það er hægt að fara yfir heimskautsbauginn. Í Grímsey er einnig hægt að fara í lundaskoðun. Grímsey er með stærsta lundastofn á Íslandi. Það er hægt að fá leiðsögn um eyjuna og það er ótrúleg upplifun.

Bjórheilsulind

Bjórböðin, þar sem þú baðar þig í ungum bjór, lifandi bjórger, humlum, vatni, bjórolíu og bjórsalti. Bjórinn sem notaður er í baðið er á fyrstu stigum gerjunarinnar og á því stigi hefur bjórinn mjög lágt pH sem þéttir og mýkir hársekkina og er hreinsandi fyrir hárið og húðina.

Hrísey

Ferð til Hríseyjar er einstök. Ferjan fer frá Árskógströnd sem er í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Dalvík og það tekur um það bil 15 mínútur að sigla yfir í Eyjuna. Gönguferðir um eyjuna eru einstakar og fullkomnar fyrir fjölskyldur. Í boði er að fara í dráttarvélaferð með heimamönnum

Veiðar

Veiðar á bleikju eða sjóbirtingi er vinsæl afþreging hér á Íslandi. Í nágrenni Dalvíkur er góð veiði á og fallegt vatn þar sem hægt er að veiða bleikju og sjóbirting. Við á hótelinu getum hjálpað til við útvegun á veiðileyfi.

Hefurðu áhuga á dvöl á Dalvík?