Afslappandi andrúmsloft á Hótel Dalvík
Við erum í hjarta Dalvíkur
Allt á Dalvík er í göngufæri frá Hótelinu.
Hótel Dalvík er við Eyjafjörð og er í aðeins 3 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni, 600 m frá sundlauginni og í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri.
Frá Hótelinu er gott útsýni yfir Tröllaskaga.
Golfvöllurinn -Arnarholtsvöllur- er í 7 km fjarlægð frá Hótelinu og er staðsettur í hinum fallega Svarfaðardal.
Hótelgestir fá góðan afslátt af vallargjöldum.
Það er margt sem hægt er að gera á Dalvík og nágrenni.
Þar er tilvalið að fara í gönguferðir, hestaferðir, skíðaferðir, hvalaskoðun eða bara slaka á í sundlauginni á Dalvík eða í heitum pottum á Hauganesi.
Herbergin okkar
með sameiginlegu baðherbergi og aðgangi að eldhúsi

Með sameiginlegu baðherbergi og aðgangi að eldhúsi
Svefnsalurinn er um 20 m2 með fjórum einbreiðum rúmum og koju, sameiginlegu baðherbergi og aðgangi að sameiginlegu eldhúsI.
Í svefnasalnum eru fataskápar, stólar og náttborð.
Ókeypis þráðlaust internet er í svefnsalnum og á öllum almenningssvæðum. Bílastæði eru á lóð hótelsins og eru þau ókeypis fyrir hótelgesti.
Önnur þjónusta sem við getum boðið er aðstoð við miða- og ferðakaup.
Bar og setustofa með sjónvarpi er í gestamóttökunni. Hótelið er reyklaust.
Ef þú hefur óskir um sérstakar aðgengisþarfir þá vinsamlega láttu vita um þær við bókun.
4 manna herbergi
Fjögurra manna herbergið er um 18 m2 með hjónarúmi eða tveimur einbreiðum rúmum og koju sameiginlegu baðherbergi og aðgangi að sameiginlegu eldhúsi. Í herberginu er fataskápur og náttborð.
Ókeypis þráðlaust internet er í herberginu og á öllum almenningssvæðum. Bílastæði eru á lóð hótelsins og eru þau ókeypis fyrir hótelgesti.
Önnur þjónusta sem við getum boðið er aðstoð við miða- og ferðakaup.
Bar og setustofa með sjónvarpi er í gestamóttökunni. Hótelið er reyklaust.
Ef þú hefur óskir um sérstakar aðgengisþarfir þá vinsamlega láttu vita um þær við bókun.
Sérherbergi
Junior svítan er um 23 m2 með einu hjónarúmi og einu einbreiði rúmi. Það er sérstakur inngangur í Junior svítuna og úr henni er útgengt á lítinn sólpall. Junior svítan er með lítið eldhús, sjónvarp, fataskáp, sófa, skrifborð og stól.
Ókeypis þráðlaust internet er í Junior Svítunni og á öllum almenningssvæðum. Bílastæði eru á lóð hótelsins og eru þau ókeypis fyrir hótelgesti.
Önnur þjónusta sem við getum boðið er aðstoð við miða- og ferðakaup.
Bar og setustofa með sjónvarpi er í gestamóttökunni. Hótelið er reyklaust.
Ef þú hefur óskir um sérstakar aðgengisþarfir þá vinsamlega láttu vita um þær við bókun.
2 Bústaðir
Bungalóarnir eru um 23 m2 með einu hjónarúmi eða tveimur einbreiðum rúmum og koju og sérbaðherbergi. Í Bungalóunum er sjónvarp, fatahengi, skrifborð og stóll.
Ókeypis þráðlaust internet er í Bungalóunum og á öllum almenningssvæðum. Bílastæði eru á lóð hótelsins og eru þau ókeypis fyrir hótelgesti.
Önnur þjónusta sem við getum boðið er aðstoð við miða- og ferðakaup.
Bar og setustofa með sjónvarpi er í gestamóttökunni. Hótelið er reyklaust.
Ef þú hefur óskir um sérstakar aðgengisþarfir þá vinsamlega láttu vita um þær við bókun.
Starfsemi á og við Dalvík.
Útsýnið


Hótelið
Við hlökkum til að taka á móti þér


