Skip to content

Verið velkomin

Hótel Dalvík

Afslappandi andrúmsloft á Hótel Dalvík

Við erum í hjarta Dalvíkur

Hótel Dalvík er miðsvæðis í sjávarþorpinu Dalvík og er notalegt hótel á Norðurlandi í námundan við heimskautsbauginn.
Allt á Dalvík er í göngufæri frá Hótelinu.
Hótel Dalvík er við Eyjafjörð og er í aðeins 3 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni,
örstutt frá sundlauginni og í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri.

Frá Hótelinu er gott útsýni yfir Tröllaskaga.
Golfvöllurinn  –  Arnarholtsvöllur  –  er í 7 km fjarlægð frá Hótelinu og er staðsettur í hinum fallega Svarfaðardal.

Það er margt sem hægt er að gera á Dalvík og nágrenni.
Þar er tilvalið að fara í gönguferðir, hestaferðir, skíðaferðir, hvalaskoðun eða bara slaka á í sundlauginni á Dalvík eða í heitum pottum á Hauganesi.

Herbergin okkar

Starfsemi á og við Dalvík.

Við á Hótel Dalvík erum svo heppin að eiga marga góða nágranna sem bjóða upp á frábæra afþreyingu hér í nágreninu. Það er tilvalið að fara í gönguferðir, hestaferðir, skíðaferðir, hvalaskoðun eða bara slaka á í sundlauginni á Dalvík eða heitum pottum á Hauganesi. Við getum líka aðstoðað við að útvega leiðsögumenn ef þú vilt fara á fjallahjól, í gönguferð eða bara fara í skoðunarferð um bæinn. Fuglaskoðun er líka mjög vinsæl hér á Dalvíkursvæðinu og örstutt frá hótelinu er vel þekkt fuglafriðland. Hægt er að fara í hvalaskoðunarferðir og sjóstangveiðiferðir frá tveimur stöðum á Dalvík. Ferjan til Grimseyjar fer þaðan 6 daga vikunnar á sumrin og 3 sinnum í viku yfir vetrartímann.

Útsýnið

Dalvíkurbær er umkringdur fjöllum og sjó og auðvelt er að finna stórbrotið landslag bara með því að líta út um gluggann.

Hótelið

Sameiginleg aðstaða er meðal annars garður og sólpallur með borðum. Í gestamóttökunni er bar og setustofa með sjónvarpi. Morgunverður er í boði í morgunverðarsalnum okkar.

Við hlökkum til að taka á móti þér

Skíðabraut 18. 620 Dalvík. Iceland